Þjónusta
Vörubílastöðin Þróttur er starfrækt af um það bil 70 vörubílstjórum sem hver er eigandi að sinni bifreið og tilheyrandi tækjum. Við búum yfir stærsta og fjölhæfasta flota landsins af vörubílum, dráttarbílum, kranabílum og öðrum vinnuvélum. Þú getur verið viss um að við höfum reynslumikla bílstjóra og öflug tæki til allra verka bæði stórra og smárra.