
Sandur, drenmöl og önnur þjónusta
Þróttur hefur til sölu á athafna svæði sínu að Sævarhöfða 12, sand, drenmöl og þakmöl ásamt því að taka á móti jarðvegi til förgunar á tipp. Við getum einnig sótt allar gerðir af möl og mold frá samstarfsaðilum okkar í kringum höfuðborgarsvæðið.
Sandur
Þróttur selur hellusand af lager á athafnasvæði félagsins við Sævarhöfða. Sandurinn er jafnframt heppilegur sem hálkusandur og gjarnan notaður af garðyrkjumönnum til blöndunar í moldarbeð og á grasflatir til að halda mosavexti í skefjum.
Sandurinn er afgreiddur á kerrur, vörubíla ásamt því að við sendum hann hvert sem er.
Einnig þá er sandurinn afgreiddur í 40 kg pokum.
Drenmöl
Þróttur selur drenmöl að athafnasvæði sínu á Sævarhöfða 12. Drenmölin er stærð 16-32 mm og er afgreitt á kerrur, vörubíla og svo getum við auðvitað sent hana hvert sem er á bílum okkar.
Þakmöl
Þróttur selur þakmöl að athafnasvæði sínu á Sævarhöfða 12. Þakmölin er stærð 40 – 80 mm og er afgreitt á kerrur, vörubíla og svo getum við auðvitað sent hana hvert sem er á bílum okkar.
Móttaka á jarðvegi
Á Sævarhöfða 12 tekur Þróttur á móti jarðvegi, hreinum múrbrotum, garðaúrgangi, ónýtum hellum og öðru sem má fara á tipp gegn gjaldi. Þróttur safnar þessu saman á athafnasvæði sínu og fer síðan með þetta á jarðvegstipp utan við höfuðborgarsvæðið. “Tippurinn” hjá okkur er mikið notaður af þeim sem eru að henda litlu magni í einu og spara þeir sér tíma með því að þurfa ekki að keyra langt út fyrir bæinn á tipp.
Mold
Þróttur útvegar bæði steinhreinsaða og áburðarbætta mold frá Kambi og Gæðamold.