Sandur og mold
Þróttur selur sand, drenmöl, þakmöl og tekur á móti jarðvegi og garðúrgangi. Sandurinn er t.d. notaður í hálkuvarnir, hellulagnir, í blómabeð og margt fleira.
Sandurinn er harpaður hraunsandur og hentar því mjög vel í hellulagnir og hálkuvarnir.
Drenmöl er brotin möl og er stærðin 16 – 32 mm
þakmöl er harpaður sjávarkambur og er stærðin 40 – 80 mm
Helstu námur í nágrenni Reykjavíkur
Þróttur getur útvegað jarðefni úr helstu námum í nágrenni Reykjavíkur. Þær eru Lambafell við Þrengslavegamót, Bolalda fyrir ofan Sandskeið, Vatnsskarð á Krísuvíkurleið og JVJ námur við Bláfjallaveg sunnan Hafnarfjarðar. Jarðefnin eru bæði seld óunnin og hörpuð eða mulin í mismunandi stærð til margs konar notkunar. Þróttur sækir efnið og kemur því á þann stað sem óskað er eftir.