Jarðefni

Sandur og mold

Þróttur getur útvegað sand og mold hverskonar t.d. sand til að bera á hálku, sand til hellulagna, sand og mold í beð og á grasflatir og seinhreinsaða og áburðarbætta gæðamold.

Björgunarefni

Þróttur sér um að útvega björgunarefni og koma þeim á staðinn. Björgunarefni eru fengin hjá Björgun ehf. við Sævarhöfða sem býður fjölmargar gerðir jarðefna. Björgun ehf dælir upp efnum af sjávarbotni, flokkar þau og tekur til frekari vinnslu. Bílstjórar Þróttar geta séð um að sækja efni og koma því á þann stað sem óskað er eftir.

Helstu námur í nágrenni Reykjavíkur

Þróttur getur útvegað jarðefni úr helstu námum í nágrenni Reykjavíkur. Þær eru Lambafell við Þrengslavegamót, Bolalda fyrir ofan Sandskeið, Vatnsskarð á Krísuvíkurleið og JVJ námur við Bláfjallaveg sunnan Hafnarfjarðar. Jarðefnin eru bæði seld óunnin og hörpuð eða mulin í mismunandi stærð til margs konar notkunar. Þróttur sækir efnið og kemur því á þann stað sem óskað er eftir.